A review by alexandrabjarg
The 15 Commitments of Conscious Leadership: A New Paradigm for Sustainable Success by Diana Chapman, Jim Dethmer, Kaley Klemp

4.0

Skemmtileg og fróðleg bók sem tekur góðan vinkil á það að vera leiðtogi og hvernig er hægt að lifa og leiða betur. Undirstaða hugmyndafræðinnar hér er að þú sem leiðtogi átt aldrei að taka minna *né meira* en 100% ábyrgð á hlutunum og þetta rímar vel við mína reynslu og upplifun að leiðtogar sem taka of litla ábyrgð eru ekki áhrifamiklir og búa yfirleitt til mjög vanvirk og óheilbrigð teymi, en leiðtogar sem taka meira en 100% ábyrgð eru heldur ekki í góðum málum því þeir enda hreinlega í veikindaleyfi.

Hér snýst allt um ábyrgðina sem þú berð á eigin innra lífi og tilfinningum og höfundar forðast ekki núanseraða umræðu hvað það varðar sem er mjög skemmtilegt og ekki endilega algengt í þessum bókmenntum. Mæli með fyrir þau sem hafa áhuga á þessum fræðum.