You need to sign in or sign up before continuing.
Take a photo of a barcode or cover
A review by agusto74
Independence Day: Bascombe Trilogy by Richard Ford
4.0
Neikvæðir punktar: Þessi bók var langdregin. Það var ekki erfiðalaust að klára hana. Stundum greip mig löngun til að hoppa yfir ákveðna kafla, en ég stóðst mátið. Vandamálið var að afskaplega lítið gerðist. Vel skrifuð og athyglisverð en þegar maður var búinn að lesa helminginn var ljóst að þrátt fyrir alla uppbygginguna og „spennuna“ þá mundi afskaplega lítið henda. Að því leytinu má segja að bókin sé afar raunsæ, en þessi skortur á söguþræðislega spennu gerði lesturinn þeim mun erfiðari.
Jákvæðir punktar: voru margir. Bókin var svo full af upplifunum sögumanns. Lýsingar á hlutum í bakgrunninum fylltu hverja síðuna á fætur annarri, á kostnað söguþráðar eins og fyrr segir, en hvernig Ford tókst að gera allt lifandi var stórbrotið. Maður gat virkilega séð þetta allt fyrir sér, en það var ekki með sama kvikmyndahandrits-stíl sem viðgengst þessa dagana.
Frank Bascombe, sögumaður, var einnig að mörgu leyti heillandi ferðafélagi. Næmur á fólki, opinn fyrir sammannlegum andartökum með ókunnugu fólki, en greinilega erfiður í samskiptum sínum við hitt kynið.
Það merkilega, sem er fyrst núna, mánuði eða meira eftir að ég kláraði bókina, að opinberast fyrir mér, er að einmitt þegar Frank var hvað mest pirraður og þreyttur sjálfur var erfitt að lesa textann. Og einmitt þegar gjörðir hans og hugsanir hans gagnvart syni sínum voru mér hvað mest á móti skapi var ég að hugsa um að hætt að lesa bókina. Það er vel mögulegt að hér sé um meistarlega meðferð textans að ræða. M.ö.o. að með þessum hætti hafi Ford komið til skila á áþreifanlegan máta hversu breyskur og erfiður þessi, við fyrstu kynni, viðkunnalegi maður var þegar á hann reyndi (meðan á sjálfri ferðinni með syninum stóð).
Eina vandamálið er að þrátt fyrir grunaða stílsnilld þá greip bókin mig ekki svo sterklega. Á kápu bókarinar segir John Banville að ID sé ,,the best novel out of America in many years... Simply a masterpiece. John Banville er á svipuðum aldri og FB sem að er tiðrætt um það í bókinni að hann sé að ganga í gegnum ákveðið ,,tímabil“. FB er fullorðinn maður og kannski í ástandi sem eingöngu menn/fólk á svipuðum aldri er fært um að skilja til fullnustu. John Banville var einmitt að vinna Booker verðlaunin í Bretlandi. Af umfjöllun breskra blaða að dæma er hann mjög gagnrýninn á tröllríðingum söguþráðsins. Er hræddur um að hann muni líka eigi erfitt með að heilla mig.
(innskot 2011: lestur þessarar bókar RF markaði upphafið að breyttu viðhorfi mínu gagnvart mikilvægi söguþráðar í bókum. Það má strax sjá það í athugasemdum mínum um The plot against America, sem ég las næst á eftir, að kynni mín af Independence day höfðu deyft áhuga minn á plot-driven sögum. Ég hef alltaf litið á upplifun minni af The annotated Lolita sem einhvers konar risavendipunkt í þeim efnum, en Independence Day og Sabbath's theater höfðu greinilega undirbúið jarðveginn. Nota bene ég er enn ekki búinn að lesa neina af bókunum sem John Banville skrifar undir eigin nafni verð að fara að koma því í verk því ég er viss um að hann eigi góðan séns á að heilla mig þessa dagana)
Jákvæðir punktar: voru margir. Bókin var svo full af upplifunum sögumanns. Lýsingar á hlutum í bakgrunninum fylltu hverja síðuna á fætur annarri, á kostnað söguþráðar eins og fyrr segir, en hvernig Ford tókst að gera allt lifandi var stórbrotið. Maður gat virkilega séð þetta allt fyrir sér, en það var ekki með sama kvikmyndahandrits-stíl sem viðgengst þessa dagana.
Frank Bascombe, sögumaður, var einnig að mörgu leyti heillandi ferðafélagi. Næmur á fólki, opinn fyrir sammannlegum andartökum með ókunnugu fólki, en greinilega erfiður í samskiptum sínum við hitt kynið.
Það merkilega, sem er fyrst núna, mánuði eða meira eftir að ég kláraði bókina, að opinberast fyrir mér, er að einmitt þegar Frank var hvað mest pirraður og þreyttur sjálfur var erfitt að lesa textann. Og einmitt þegar gjörðir hans og hugsanir hans gagnvart syni sínum voru mér hvað mest á móti skapi var ég að hugsa um að hætt að lesa bókina. Það er vel mögulegt að hér sé um meistarlega meðferð textans að ræða. M.ö.o. að með þessum hætti hafi Ford komið til skila á áþreifanlegan máta hversu breyskur og erfiður þessi, við fyrstu kynni, viðkunnalegi maður var þegar á hann reyndi (meðan á sjálfri ferðinni með syninum stóð).
Eina vandamálið er að þrátt fyrir grunaða stílsnilld þá greip bókin mig ekki svo sterklega. Á kápu bókarinar segir John Banville að ID sé ,,the best novel out of America in many years... Simply a masterpiece. John Banville er á svipuðum aldri og FB sem að er tiðrætt um það í bókinni að hann sé að ganga í gegnum ákveðið ,,tímabil“. FB er fullorðinn maður og kannski í ástandi sem eingöngu menn/fólk á svipuðum aldri er fært um að skilja til fullnustu. John Banville var einmitt að vinna Booker verðlaunin í Bretlandi. Af umfjöllun breskra blaða að dæma er hann mjög gagnrýninn á tröllríðingum söguþráðsins. Er hræddur um að hann muni líka eigi erfitt með að heilla mig.
(innskot 2011: lestur þessarar bókar RF markaði upphafið að breyttu viðhorfi mínu gagnvart mikilvægi söguþráðar í bókum. Það má strax sjá það í athugasemdum mínum um The plot against America, sem ég las næst á eftir, að kynni mín af Independence day höfðu deyft áhuga minn á plot-driven sögum. Ég hef alltaf litið á upplifun minni af The annotated Lolita sem einhvers konar risavendipunkt í þeim efnum, en Independence Day og Sabbath's theater höfðu greinilega undirbúið jarðveginn. Nota bene ég er enn ekki búinn að lesa neina af bókunum sem John Banville skrifar undir eigin nafni verð að fara að koma því í verk því ég er viss um að hann eigi góðan séns á að heilla mig þessa dagana)