A review by _axelhelgi
The Looming Tower: Al-Qaeda's Road to 9/11 by Lawrence Wright

5.0

Algjör negla í skeytin og inn. Einstök bók, sem rekur leiðina að 11.september frá mörgum hliðum. Sýnir einnig "mannlegu" hliðina ef svo má að orði komast á mönnum eins og Ayman al-Zawahiri og Osama bin-Laden. Þá er ítarlega sagt frá samstarfshnekkjum FBI og CIA þegar kemur að því að hafa bug á hryðjuverkasamtökum, má í stuttu máli segja að óvilji til að deila upplýsingum á milli stofnanna hafi reynst afar dýr. Heimildavinnan í kringum þessa bók er feikilega mikil, m.a byggð á hundruðum viðtala. Allt í allt er þetta rosaleg lesning.