A review by atlas_shruggs
Duft by Bergþóra Snæbjörnsdóttir

challenging dark emotional reflective slow-paced
  • Plot- or character-driven? Character
  • Strong character development? No
  • Loveable characters? No
  • Diverse cast of characters? No
  • Flaws of characters a main focus? Yes

4.0

3,75 hækkað upp í 4
Ok sko, ég fór ekki inn í þessa bók með neinar væntingar annað en að ég væri að fara að lesa um hræðilegt fólk að gera hræðilega hluti. Ég bjóst alls ekki við því að fyrri helmingur bókarinnar myndi fylgja barni á leikskóla aldri upp að unglingastigi. Ég bjóst heldur ekki við því að geta hatað lítið barn svona mikið. Vissulega finnur lesandi til með Veróniku á punktum og ég var meðvitaður um það að með betra uppeldi hefi hún af öllum líkindum verið betri manneskja en guð minn almáttugur hvað hún virkar siðblind, ég hefði ekki verið hissa ef að hún hefði drepið Bowie. 
Þrátt fyrir allt þetta var fyrri hluti bókarinnar rosalega grípandi og þó svo að einhverjar persónur hafi fallið inn í erkitýpur fannst mér samt gaman að lesa um þær. Seinni hluti hélt athygli minni ekki jafn vel, mér fannst persónurnar þar verða grynnri og mér var í raun frekar sama um þær. Einnig hefði ég viljað að bilið milli hlutanna hefði verið brúað betur, mér fannst ég missa alla tengingu við Veróniku í seinni hlutanum. Annars var þetta rosalega óhugnanleg lýsing á sértrúarsöfnuði og hversu auðvelt er að falla inn í þannig. Bergþóra er líka með rosalega fallegan frásagnarstíl og ég er spenntur að lesa meira eftir hana.