A review by atlas_shruggs
Marrið í stiganum by Eva Björg Ægisdóttir

dark mysterious medium-paced
  • Plot- or character-driven? Plot
  • Strong character development? No
  • Loveable characters? It's complicated
  • Diverse cast of characters? No
  • Flaws of characters a main focus? Yes

4.0

Þetta er það sem ég býst við þegar fólk lofar íslenskar glæpasögur. Persónurnar voru skemmtilegar og vel skrifaðar og ég skemmti mér vel við að fylgja Elmu og rannsókn hennar. Það fór samt í taugarnar á mér að Sævar væri farinn að daðra við Elmu þegar hann var ennþá í sambandi, persónulega er ég orðinn rosalega þreyttur á því að sjá framhjáhald eða eitthvað nálægt því í íslenskum bókmenntum.
Mér fannst Eva Björg einnig nota Ísland rosalega vel sem sögusvið. Sagan snéri svo mikið um smábæjar leyndarmál og orðspor sem mér fannst vera rosalega vel gert. Það fór einnig í taugarnar á mér hve óviljugur Hörður var til að rannsaka bæjarbúa almennilega en það var raunsætt svo ég get ekki kvartað. Endir sögunnar var örlítið fyrirsjáanlegur en ég skemmti mér þrátt fyrir það og hlakka til að halda áfram að lesa um Elmu.