Take a photo of a barcode or cover
A review by atlas_shruggs
Hvíti Ásinn by Jóhanna Sveinsdóttir
adventurous
funny
hopeful
inspiring
medium-paced
- Plot- or character-driven? Plot
- Strong character development? Yes
- Loveable characters? Yes
- Diverse cast of characters? No
- Flaws of characters a main focus? Yes
5.0
Guð minn almáttugur hvað ég hefði verið heltekinn af þessari bók ef ég hefði lesið hana þegar ég var unglingur. Söguþráðurinn var svo grípandi að ég gat varla lagt hana frá mér og ég elskaði persónurnar svo mikið. Þær voru svo vel gerðar og lifandi og samböndin þeirra á milli voru æðisleg.
Heimurinn var líka skemmtilegur og útskýrður akkúrat nógu vel til að vera ekki yfirþyrmandi. Ég kunni líka mikið að meta að það var engin ástarsaga, sem er svo oft sett í aðalhlutverk í unglingabókum, í staðinn var það bara hrein vinátta og fjölskyldutengsl. Ég er mjög spenntur að lesa næstu bók og halda áfram að fylgjast með Jóhönnu, enda er þetta algjör negla. Mæli svo mikið með fyrir öll.
Heimurinn var líka skemmtilegur og útskýrður akkúrat nógu vel til að vera ekki yfirþyrmandi. Ég kunni líka mikið að meta að það var engin ástarsaga, sem er svo oft sett í aðalhlutverk í unglingabókum, í staðinn var það bara hrein vinátta og fjölskyldutengsl. Ég er mjög spenntur að lesa næstu bók og halda áfram að fylgjast með Jóhönnu, enda er þetta algjör negla. Mæli svo mikið með fyrir öll.