A review by katrinrosf
Álagafjötrar by Margit Sandemo

3.0

Mér líkaði mjög vel við byrjunina bókinni og sogaðist algjörlega inn í söguna. Fílingurinn var mikið norrænar þjóðsögur og ævintýri. Hins vegar fannst mér síðasti þriðjungurinn ekki jafn góður og þeir fyrri. Þegar Silja og Þengill voru komin í þorp Ísfólksins fannst mér sagan breytast svo - sambandið á milli þeirra tveggja, og þá sérstaklega eftir að Silja heimsótti Hönnu, og eftir að þau giftust. Það dró aðeins úr ánægjunni við lesturinn, en ég kláraði hana samt á núll einni.
Mun mögulega einhverntímann halda áfram með seríuna, sjáum til- þarf að melta þessa aðeins betur.