A review by ingahrund
Afleggjarinn by Auður Ava Ólafsdóttir

4.0

Átakalítil bók en samt gerist fullt í henni. Ekki spennusaga en samt erfitt að leggja hana frá sér. Mjög vel skrifuð bók. Ég hef helst athugasemdir við að barnið sé bráðgert og grunsamlega meðfærilegt! Svo er ég það ferköntuð að ég hefði viljað meira afgerandi endi.
Ég mæli með þessari bók.