A review by atlas_shruggs
Far heimur, far sæll by Ófeigur Sigurðsson

funny informative mysterious relaxing slow-paced
  • Plot- or character-driven? Character
  • Strong character development? No
  • Loveable characters? No
  • Diverse cast of characters? No
  • Flaws of characters a main focus? Yes

3.0

Þetta er sannarlega mjög athyglisverð bók. Hún vakti fyrst áhuga minn þegar ég lærði að hún fjallaði um Kambsránið, glæp sem ég vissi ekkert um áður en ég byrjaði að lesa þessa bók. Ég varð algjörlega ástfanginn af fyrsta kaflanum og hefði líklegast gefið honum 5 stjörnur, en því miður dróg restin af bókinni einkunn hennar niður.
Öll bókin er rosalega vel skrifuð og gefur lesandanum góða innsýn í lífið á Íslandi á 19. öld og fannst mér það mjög áhugavert. Sú ákvörðun að gera sögumanninn að Móra sem fylgir söguhetjunum var mjög skemmtileg og bætti miklu við söguna, en þar sem mér fannst hún fremur langdregin get ég ekki í góðri samvisku gefið henni hærri einkunn.