A review by inga_lara
Nobody Leaves: Impressions of Poland by Ryszard Kapuściński

4.0

Svipmyndir úr pólsku samfélagi með sterkum mannlýsingum frá löngum blaðamannsferli höfundarins. Skrifaðar af miklu innsæi og samkennd með ólíkum örlögum fólks. Hvort heldur það eru farandverkamenn með hálftómar samanreirðar töskur, sem hvergi ná að festa rætur, unglingsstúlkur með brunnar tennur í smáþorpi sem þrá það eitt að flytja burt til borgarinnar eða móðir sem bilast þegar einkadóttirin gengur í klaustur án þess að kveðja. Líka margar kátbroslegar lýsingar á aðstæðum og atburðum. Vel skrifaðir og lýsandi textar.