A review by stinajohanns
Rökkurbýsnir by Sjón

3.0

Tilfinning mín gagnvart þessari bók er svolítið svipuð og gagnvart Lifandi lífslæk eftir Bergsvein Birgisson — höfundur hefur frábært vald á tungumálinu, nær að skrifa mjög sannfærandi texta miðað við þann tíma sem miðað er við og þarna má finna áhugaverðar persónur en sagan höfðar samt ekki til mín. Það voru reyndar staðir í bókinni þar sem ég datt alveg inn í hana, eins og þegar skrifað var um Baskamorðin, en svo datt ég út aftur. Ég datt út aftur og aftur og það er aldrei gott. Kannski þarf ég bara að finna rétta skapið og réttu aðstæðurnar og prófa aftur því ég hef á tilfinningunni að þarna sé miklu meira en það sem ég áttaði mig á. Ég næ bara ekki að tengja.