A review by ejg92
Aska by Yrsa Sigurðardóttir

3.0

Kraftur framan af en lítið varið í lokahnykkinn. Umgjörðin flott og ein hliðarsagan athyglisverðari en sjálft morðmálið, sem er bragðdauft. Hin afundna Bella fær að njóta sín á kostnað Matthew. Hef verið að lesa Yrsu núna nokkuð þétt upp á síðkastið og það er gaman að sjá ýmis stíleinkenni brjótast út, t.d. er Þóra skemmtilegur karakter sem leitar lausna dyrum og dyngjum og fæst ekki um tilhæfulaust brambolt. Þessir frasar koma reglulega fyrir í Þórubókum 2 og 3 en sá þá ekki í fyrstu bókinni. Einhver apaköttur með rafbækur sem kann á uppflettinguna gæti samt haft mig að fífli núna.