stinajohanns 's review for:

Snjóblinda by Ragnar Jónasson
3.0

Þessi var nú bara býsna áhugaverð. Þarna var plott sem ég sá ekki fyrr, athyglisverðir karakterar, svolítið gallaður lögreglumaður (þeir eru sjaldnast öðruvísi) og nógu mikil spenna til að halda mér við efnið. Þá var bókin ágætlega lesin sem er alltaf kostur. Þótt mér hafi líkað fyrsta bók Ragnars hefur hann þarna tekið nokkrum framförum þótt enn eigi hann nokkuð í land til að ná bókunum um Huldu og síðustu bókunum um Ara.