A review by solvihalldorsson
So You Don't Get Lost in the Neighborhood by Euan Cameron, Patrick Modiano

4.0

Þetta finnst mér góð bók. Mjög dularfull og gæddi hversdaginn kærkominni dulúð meðan lestri hennar varði. Aftan á bókinni stendur um dularfullt andrúmsloft sögunnar að allt sé gefið í skyn og ekkert sé sannað. Mér fannst þetta heillandi faktor við lesturinn, en á sama tíma krefst óhlutbundinn söguþráður, tíð tímaflökk og óáreiðanlegur sögumaðurinn mikils af lesandanum. Sé lesið með athygli og alúð fær maður þó nóg fyrir sinn snúð... Mér finnst rétt að taka fram að það tók mig þrjár tilraunir að klára þessa bók.