A review by johannasteina
The Little Friend by Donna Tartt

adventurous dark emotional mysterious tense slow-paced
  • Plot- or character-driven? Character
  • Strong character development? No
  • Loveable characters? It's complicated
  • Diverse cast of characters? No
  • Flaws of characters a main focus? It's complicated

3.0

Þetta er ekki lengsta bók sem ég hef lesið, en þetta er samt lengsta bók sem ég hef lesið.
Ég hélt að hún myndi vera allt öðruvísi, þannig fyrstu ca. 100 blaðsíðurnar voru smá brekka, að sætta mig við að bókin sem ég var að lesa var ekki sama bók og ég bjóst við að ég væri að fara að lesa. 

Aðrar bækur eftir Donnu Tartt eru betri en þessi - í gegnum bæði The Secret History og The Goldfinch hugsaði ég nokkrum sinnum "vá hvað ég er heppin að vera til í sama heimi og þessi bók", en þessi hittaði ekki alveg eins.
Senur sem voru góðar voru svo fookkiiiing góðar, gat ekki slitið mig frá og fann fyrir mjög sterkum tilfinningum. En senur sem voru leiðinlegar voru svoooo leiðinlegar, ég nenni ekki að sitja í gegnum margar blaðsíður af lýsingum á einhverju túni.

Persónurnar stóðu upp úr, mjög tragískar en samt ótrúlega raunverulegar. 

Ég gat fundið fyrir því hvað þessi bók er tæknilega góð, en hún var samt smá vonbrigði.