Scan barcode
A review by stinajohanns
Girls Who Lie by Eva Björg Ægisdóttir
4.0
Þessi var bara alveg ágæt. Það er alltaf skemmtileg tilbreyting að fá að lesa íslenskar bækur sem gerast ekki á höfuðborgarsvæðinu og mér finnst eins og höfundar séu í auknum mæli farnir að færa sig út á land. Ekki þar fyrir að þessi saga hefði svo sem getað gerst hvar sem er en kannski eru þarna einhver sérstök skagaeinkenni sem ég þekki ekki einfaldlega af því að ég hef ekki komið oft á skagann. En mér líkar vel við aðalpersónurnar og sagan þeirra er ekkert að sliga söguna þótt við fáum aðeins að fylgjast með einkalífi Elmu. Plottið var ágætt og lengi vel alls ekki fyrirsjáanlegt. Ég verð líka að hrósa lesaranum því þessi bók var mjög vel lesin og miklu betur en fyrri bók sama höfundar.