A review by stinajohanns
Berlínaraspirnar by Anne B. Ragde

4.0

Ég var pínu hikandi í byrjun bókarinnar. Ég hafði svo mikið heyrt af þessum bókum að ég bjóst við einhverju frábæru. En kaflarnir um Margido og Erlend náðu ekki alveg til mín. Þegar Tor kom til sögunnar fór sagan að verða áhugaverðari og þegar kom svo að þætti Torunnar var bókin búin að ná mér. Ég held að ég hafi bara þurft að átta mig á því hversu vanvirk fjölskyldan var til að átta mig á því hvert verið væri að fara með mig. Í lok bókarinnar var ég fallin fyrir Neshov fólkinu og get ekki beðið eftir að lesa næstu bók.