Scan barcode
A review by atlas_shruggs
Urðarhvarf by Hildur Knútsdóttir
emotional
mysterious
reflective
tense
fast-paced
4.0
Vá hvað Hildur Knúts er góður penni. Lýsingarnar gripu mig svo föstu taki það var alveg erfitt að sleppa taki og hætta að lesa. Mér fannst ég virkilega ná að lifa mig inn í söguna og Hildur notar skilningarvitin svo vel að ég fann á mér þegar persónum var kalt eða þær hræddar eða svangar. Einnig fannst mér Eik skemmtileg persóna og tengdi mikið við að eiga erfitt með að hafa samband við fólk sem maður elskar.
Mér fannst veran mjög áhugaverð og pældi mikið í því hvað hún gæti verið, hvort hún hafi í raun verið til eða hvort hún sé bara táknræn. Ég hlustaði líka á enda bókarinnar um miðnætti á Reykjanesbrautinni og fékk oft hroll á meðan ég keyrði.
Ég er samt sammála öðrum lesendum að ég vildi að endirinn hefði verið aðeins lengri og meiri áhersla á veruna og hryllinginn, en ég elska samt góða nóvellu og kann að meta að höfundur leyfi lesendum að fylla í eyðurnar.
Mér fannst veran mjög áhugaverð og pældi mikið í því hvað hún gæti verið, hvort hún hafi í raun verið til eða hvort hún sé bara táknræn. Ég hlustaði líka á enda bókarinnar um miðnætti á Reykjanesbrautinni og fékk oft hroll á meðan ég keyrði.
Ég er samt sammála öðrum lesendum að ég vildi að endirinn hefði verið aðeins lengri og meiri áhersla á veruna og hryllinginn, en ég elska samt góða nóvellu og kann að meta að höfundur leyfi lesendum að fylla í eyðurnar.
Graphic: Addiction and Abandonment
Minor: Animal death