jessmundur 's review for:

The Rise of Endymion by Dan Simmons
1.0

Úff. Lagði bara í þessa því að fyrsta bókin er svo djöfulli góð og mig langaði að sjá hvernig heildar serían endar. Seinasta bók var nefnilega slöpp.

Þessi bók er alltof löng og megnið af henni þjónar engum tilgangi. Simmons bakkar með margt úr fyrstu tveimur bókunum á ódýran máta sem mér fannst lélegt. Þrátt fyrir að vera staðráðinn í því að klára þessa fjórðu og seinustu bók í seríunni þá hætti ég þegar ég átti bara 12% eftir. Skoðaði bara endann á Wikipedia og er mjög sáttur við þá ákvörðun.

Ég mun lesa meira eftir Simmons einhverntímann enda veit ég að hann kann að skrifa. Hyperion og The Terror eru með betri bókum sem ég hef lesið. Þessi var hins vegar algjör hörmung.

Fyrstu tvær bækurnar í seríunni standa einar og sér og ég mæli mikið með þeim. Seinni tvær... avoid like the plague.