A review by ejg92
Konan við 1000° by Hallgrímur Helgason

4.0

Drepfyndin á köflum. Hnittni og tungumálaæfingar eru styrkleikar bókarinna... og höfundar. Framvinda sögunnar er ekki sú merkilegasta, en að sama skapi er hún ekki hryggjarstykkið í verkinu. Nokkurs konar bútasaumur. Mögulega hafa nokkrir kaflar verið samdir í kringum staka brandara. Hera Björnsson er samt æðislegur karakter. Allar senur sem gerast í Breiðafirðir eru mjög góðar, þær eru sömuleiðis styrkur bókarinnar. Bílskúrssenurnar líka traustar. Ég veit ekki hvað er satt og hvað er skreytt í þessari sögu, það fauk illilega í Björnsson fjölskylduna man ég, en fyrir mitt leyti nálgaðist ég bókina sem hreinan skáldskap.

Ég skulda Hallgrími afsökunarbeiðni. Þegar bókin kom út fannst mér Hallgrímur sjálfumglaður plebbi, titillinn ömurlegur og kápan alveg skelfileg. Núna finnst mér Hallgrímur bara vera sjálfumglaður, titillinn hefur ekkert skánað og kápan þykir mér jafnvel verri.