You need to sign in or sign up before continuing.

jessmundur 's review for:

Fire & Blood by George R.R. Martin
2.0

Þessi bók höfðar líklega til frekar þröngs hóps. Skálduð saga skáldaðrar ættar sem réði einu sinni ríkjum í skálduðum heimi. Ég hafði áhuga því mér finnast ASOIAF og Dunk and Egg sögurnar frábærar. Þetta er sami heimur og auðvitað sami rithöfundur.

Því miður er frásagnarstíllinn alveg hræðilegur. Bókin er samsett úr "sögulegum" heimildum. Það er engin saga - bara farið yfir orrustur, hjónabönd og aðra "sögulega" atburði. Við fáum ekki að skyggnast inn í hugarheim hjá neinum persónum þannig að mér var drullusama um alla í bókinni.

Áhugaverð á köflum en það tók mig 14 mánuði að lesa hana alla. Ef þú ert að bíða eftir The Winds of Winter þá mæli ég ekki með því að lesa þessa. Eftir á að hyggja þá er í rauninni ótrúlegt að Martin hafi skrifað þetta rugl á undan seinustu tveimur sem að enn vantar í ASOIAF seríuna. Shame! Shame! Shame!