Take a photo of a barcode or cover
ejg92 's review for:
Þriðja táknið
by Yrsa Sigurðardóttir
Ég er ekki vel að mér í glæpasögufræðum en er þessi saga ekki ídeallísk fyrir "hina sögulega glæpasögu" sem tröllreið öll á árunum sem bókin kom út? Þetta er allavega þema sem er mér að skapi. Sagnfræðilegu upplýsingarnar hefðu sennilega límst inn í heilann minn hefði ég lesið hana á árunum rétt undir tvítugu en núna glápti maður á þessi ártöl eins og naut á nývirki. Kannski er það fínt, ekki hef ég tíma til að greina á milli skáldskapar og sagnfræðinnar.
Húmorinn er sjarmerandi. Henni tekst líka að lýsa hversdagslegu harki á mjög góðan hátt.
Bók sem hitti í mark og ég þarf greinilega að dusta rykið af fleiri Þóru-bókum Yrsu en þær hafa legið í dvala eftir að ég las Auðnina. Sú kýldi mig kaldan. Þessi hér er langtum betri bók.
Húmorinn er sjarmerandi. Henni tekst líka að lýsa hversdagslegu harki á mjög góðan hátt.
Bók sem hitti í mark og ég þarf greinilega að dusta rykið af fleiri Þóru-bókum Yrsu en þær hafa legið í dvala eftir að ég las Auðnina. Sú kýldi mig kaldan. Þessi hér er langtum betri bók.